LEI býður þig velkominn –  Staðbundnu Erasmus samtökin í Rostock (LEI)

Upplýsingar, ráðleggingar og stuðningur fyrir erlenda nemendur við Háskólann í Rostock

 

Með vefsíðunni okkar viljum við kynna fyrir erlendum jafnt sem innlendum nemendum Háskólans í Rostock samtökin okkar. Þau eiga að virka sem stuðningur við nemendur sem stunda nám í Rostock og einnig sem upplýsingabrunnur fyrir framtíðar gestanemendur hvaðanæva að.

Á næstu síðum er reynt að miðla sem mestum upplýsingum um flesta þá hjálparþætti og aðrar upplýsingar um nám sem erlendur nemandi við Háskólann í Rostock gæti leitað eftir: Hér kynnum við okkur, lýsum starfi okkar, látum vita af skipulögðum atburðum allt árið í kring sem og gefum aðrar ábendingar um líf og nám í Rostock.
Hérna finnur þú í raun alltaf nýjustu upplýsingar og ráð um atburði líðandi stundar við Háskólann og einnig hvað hægt er að gera í frístundum í Rostock og nágrenni!!!

Einnig bendum við gjarnan á mjög hjálpgóða síðu  Rostock International House/ alþjóðlegu skrifstofu Háskólans.

LEI – hópurinn ykkar